Takk fyrir að tala íslensku – Gefum íslensku séns Kristina Matijević skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun