Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:36 Jón Baldvin, fyrir miðju, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram og Juku-Kalle Raid, þingmanni á eistneska þinginu. Askur Alas Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag. Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag.
Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira