Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 18:55 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt. Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, tilkynnti strax í kjölfar uppkvaðningar héraðsdóms að allar líkur væru á málskoti. Staða LV og þar með fjölda annarra lífeyrissjóða væri mjög óviss í kjölfar dómsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LV þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Fengu að sneiða fram hjá röðinni í Landsrétti Á ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni LV segir að sjóðurinn hafi óskað leyfis Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn, til þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms beint til Hæstaréttar og þannig sleppa viðkomu í Landsrétti. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að mikill einkamálahali væri að myndast í Landsrétti og að allt að eitt og hálft ár gæti tekið að fá niðurstöðu í einkamáli þar. Mikilvægt væri að bregðast við þeim málahala og það hafi að einhverju leyti verið gert með því að breyta lögum um meðferð einkamála á þann veg að hægt sé að skjóta málum beint til Hæstaréttar úr héraði. Einsýnt að dómur Hæstaréttar yrði fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að LV hafi byggt á því að brýnt sé að fá endanlega niðurstöðu í málinu eins skjótt og kostur er, engin þörf sé á að leiða vitni í því og ekki sé ágreiningur uppi um sönnunargildi munnlegs framburðar. Jafnframt telji sjóðurinn ekki þörf á sérfróðum meðdómsmanni við úrlausn málsins á æðra dómstigi. Þá telji LV einsýnt að dómur Hæstaréttar í málinu verði fordæmisgefandi um svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða breytingar á áunnum óvirkum réttindum sjóðsfélaga í samþykktum og einnig um þær ráðstafanir sem lífeyrissjóðir geti gripið til vegna hækkandi lífaldurs. Að lokum hafi LV byggt á því að þeir hagsmunir og fjármunir sem séu undir í málinu hafi verulega samfélagslega þýðingu. Þannig muni dómur Hæstaréttar ekki aðeins hafa áhrif á aðila málsins eða sjóðsfélaga leyfisbeiðanda heldur allt lífeyriskerfið. Ekkert sem kemur í veg fyrir málskotið Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni LV um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar var því samþykkt.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Tengdar fréttir Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08 Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05 Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30. nóvember 2023 23:08
Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“ 30. nóvember 2023 16:05
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02