Skilur ekkert í að Ajax hafi fengið gæðalausan Henderson Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:31 Van der Vaart lék meðal annars með Tottenham og Real Madrid á sínum ferli. NESimages/Raymond Smit/DeFodi Images via Getty Images Rafael van der Vaart lét óánægju sína í ljós með kaup Ajax á Jordan Henderson. Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30
Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29
Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45