Xavi: Vitum ekki við hverju á að búast Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Xavi tilkynnti sjálfur í lok janúar að hann myndi segja af sér að tímabilinu loknu. Liðið hefur ekki tapað í fjórum leikjum síðan þá. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Napoli tekur á móti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Napoli skipti um þjálfara á mánudag, í annað sinn á tímabilinu. Xavi Hernandez, þjálfari Barcelona, sagðist ekki vita hvernig ætti að skipuleggja liðið fyrir leikinn. Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10