Xavi: Vitum ekki við hverju á að búast Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Xavi tilkynnti sjálfur í lok janúar að hann myndi segja af sér að tímabilinu loknu. Liðið hefur ekki tapað í fjórum leikjum síðan þá. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Napoli tekur á móti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Napoli skipti um þjálfara á mánudag, í annað sinn á tímabilinu. Xavi Hernandez, þjálfari Barcelona, sagðist ekki vita hvernig ætti að skipuleggja liðið fyrir leikinn. Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10