Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Tuchel eftir enn eitt tap Bayern um liðna helgi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira