Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Tuchel eftir enn eitt tap Bayern um liðna helgi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn