Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:31 Fréttamaður spreytir sig á sýndarveruleikagleraugum Apple í dag. Skjáskot Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér. Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér.
Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01