Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 10:05 Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna. LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna.
LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira