Úlfar segir af eða á í þessari viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 21:35 Úlfar Lúðvíksson mun framvegis meta hvort takmarka skuli aðgengi íbúa að Grindavík. vísir/einar Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52