Úlfar segir af eða á í þessari viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 21:35 Úlfar Lúðvíksson mun framvegis meta hvort takmarka skuli aðgengi íbúa að Grindavík. vísir/einar Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent