Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 19:08 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia. Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia.
Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira