Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 12:31 Hraun rann yfir lögnina í eldgosinu þann 8. febrúar. Vísir/Björn Steinbekk Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira