Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 22:32 Ingibjörg Sólrún segir jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira