„Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 20:39 Páll Magnússon segir málaflokk hælisleitenda kominn í óefni. Vísir/Vilhelm Færsla Páls Magnússonar, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þar sem hann fjallar um aðkomu umsækjenda að alþjóðlegri vernd að hnífstunguáras, hefur vakið athygli. Hann segir málið skýrt dæmi um það óefni sem málaflokkur hælisleitenda og landamæravarsla sé kominn í. Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“ Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26