Tveir sigrar hjá Fylki í Lengjubikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 15:57 Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Fylki gegn ÍBV í dag. Vísir/Diego Fylkir vann sigra bæði í Lengjubikar karla og kvenna í dag. Þá vann FH sigur á Vestra í slag tveggja Bestu deildar liða í Lengjubikar karla. Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki. Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki.
Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira