Náttúruvernd og hálendisþjóðgarður Kolbrún Haraldsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 12:00 Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun