Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 23:01 Viktoria Bakshina mætti á minningarstundina. Vísir Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við. Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við.
Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00