Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 23:01 Viktoria Bakshina mætti á minningarstundina. Vísir Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við. Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við.
Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00