Bæði lið voru með þrjú stig eftir sigra í fyrstu umferð í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins þar sem Víkingur vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og Þór/KA vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur gegn ÍBV.
Norðankonur héldu uppteknum hætti í leik kvöldsins og Hulda Björg Hannesdóttir kom liðinu yfir strax á 13. mínútu áður en Smalía Árnadóttir tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik.
Þór/KA gerði svo endanlega út um leikinn með þremur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Sandra María Jessen skoraði þriðja mark liðsins á 83. mínútu áður en Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir bættu sínu markinu hvor við áður en yfir lauk.
Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Þórs/KA sem er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og markatöluna 12-0. Víkingsstúlkur eru hins vegar enn með þrjú stig.