Íslenskir bændur upplifi meiri einkenni þunglyndis og streitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 23:04 Bóndi við störf. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar rannsóknar á líðan og seiglu íslenskra bænda benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér. Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér.
Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira