Íslenskir bændur upplifi meiri einkenni þunglyndis og streitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 23:04 Bóndi við störf. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar rannsóknar á líðan og seiglu íslenskra bænda benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér. Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér.
Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira