Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:36 Sema Erla er ein margra íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró. Hún segir aðstæður þar mjög erfiðar. Vísir/Vilhelm Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. Hópur sjálfboðaliða á vegum Solaris hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Þegar er búið að koma tveimur fjölskyldum út og til Íslands og vinna stendur yfir að koma enn fleirum út. „Þessi vinna hefur núna skilað þeim árangri að tólf einstaklingar eru á leiðinni yfir landamærin næstu daga,“ segir Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, sem er stödd í Kaíró. „Þessi hópur samanstendur af veikum og særðum einstaklingum sem eru lífshættu á hverjum degi, til viðbótar við þá hættu sem stafar af ítrekuðum árásum Ísraelshers. Þetta eru meðal annars sautján ára drengur, sem er illa særður eftir árásir. Þetta er ung stúlka, sem er með sjúkdóm og þarf nauðsynleg lyf við en getur ekki nálgast. Þetta eru líka tvö ungbörn, undir eins árs, og mæður þeirra, sem eru mjög vannærð. Svo er það einn fullorðinn maður sem er mjög veikur af krabbameini.“ Átakanlegar aðstæður í Kaíró Ísraelsher hefur undanfarna daga framið hverja árásina á borgina Rafah, við landamærin að Egyptalandi. Meirihluti íbúa Gasastrandarinnar, rúm ein milljón, heldur nú til í borginni, sem áður hafði um 300 þúsund íbúa. Sema segir mikla spennu á landamærunum og í Egyptalandi vegna tíðra árása á borgina. „Staðan í borginni er auðvitað hræðileg og hún heldur áfram að versna með hverjum degi. Við erum að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Örvæntingin er mjög mikil hjá fólkinu þar og fjölskyldum þeirra, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu en fá ekki fjölskyldu sína út af Gasa. Við erum í kappi við tímann, það er það sem við erum að gera,“ segir Sema. „Aðstæðurnar hérna í Kaíró eru líka mjög erfiðar, þær eru átakanlegar. Þetta er mjög erfitt og sorglegt þó þetta sé ekki jafn flókið og íslensk yfirvöld vilja meina. Það er mikil örvænting í loftinu.“ Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þrír íslenskir diplómatar á vegum Utanríkisráðuneytisins hédu út til Kaíró um liðnahelgi til að eiga fund með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Sjálfboðaliðarnir hafa enn ekkert frá þeim heyrt. „Hér erum við að vinna skylduverk íslenskra stjórnvalda og ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að við höfum ekki komist í neitt samband - hvorki við utanríkisráðuneytið né fulltrúa þess hér í Kaíró - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess,“ segir Sema Erla. „Við höfum ítrekað sent beiðni til utanríkisráðuneytisins að komast í samband við þessa einstaklinga svo við séum ekki að vinna sama verkefni á tveimur stöðum. Og til þess að sjá hvað þau eru raunverulega að gera hér. Hér skiptir ekki máli að tala meira, hér skiptir máli að láta verkin tala.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Egyptaland Utanríkismál Tengdar fréttir Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54 Vinna hafin við að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin Vonast er til þess að vinna fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Egyptalandi skili því að palestínskir dvalarleyfishafar sem staddir eru á Gasa komist yfir landamærin. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 13. febrúar 2024 13:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða á vegum Solaris hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Þegar er búið að koma tveimur fjölskyldum út og til Íslands og vinna stendur yfir að koma enn fleirum út. „Þessi vinna hefur núna skilað þeim árangri að tólf einstaklingar eru á leiðinni yfir landamærin næstu daga,“ segir Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, sem er stödd í Kaíró. „Þessi hópur samanstendur af veikum og særðum einstaklingum sem eru lífshættu á hverjum degi, til viðbótar við þá hættu sem stafar af ítrekuðum árásum Ísraelshers. Þetta eru meðal annars sautján ára drengur, sem er illa særður eftir árásir. Þetta er ung stúlka, sem er með sjúkdóm og þarf nauðsynleg lyf við en getur ekki nálgast. Þetta eru líka tvö ungbörn, undir eins árs, og mæður þeirra, sem eru mjög vannærð. Svo er það einn fullorðinn maður sem er mjög veikur af krabbameini.“ Átakanlegar aðstæður í Kaíró Ísraelsher hefur undanfarna daga framið hverja árásina á borgina Rafah, við landamærin að Egyptalandi. Meirihluti íbúa Gasastrandarinnar, rúm ein milljón, heldur nú til í borginni, sem áður hafði um 300 þúsund íbúa. Sema segir mikla spennu á landamærunum og í Egyptalandi vegna tíðra árása á borgina. „Staðan í borginni er auðvitað hræðileg og hún heldur áfram að versna með hverjum degi. Við erum að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Örvæntingin er mjög mikil hjá fólkinu þar og fjölskyldum þeirra, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu en fá ekki fjölskyldu sína út af Gasa. Við erum í kappi við tímann, það er það sem við erum að gera,“ segir Sema. „Aðstæðurnar hérna í Kaíró eru líka mjög erfiðar, þær eru átakanlegar. Þetta er mjög erfitt og sorglegt þó þetta sé ekki jafn flókið og íslensk yfirvöld vilja meina. Það er mikil örvænting í loftinu.“ Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þrír íslenskir diplómatar á vegum Utanríkisráðuneytisins hédu út til Kaíró um liðnahelgi til að eiga fund með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Sjálfboðaliðarnir hafa enn ekkert frá þeim heyrt. „Hér erum við að vinna skylduverk íslenskra stjórnvalda og ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að við höfum ekki komist í neitt samband - hvorki við utanríkisráðuneytið né fulltrúa þess hér í Kaíró - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess,“ segir Sema Erla. „Við höfum ítrekað sent beiðni til utanríkisráðuneytisins að komast í samband við þessa einstaklinga svo við séum ekki að vinna sama verkefni á tveimur stöðum. Og til þess að sjá hvað þau eru raunverulega að gera hér. Hér skiptir ekki máli að tala meira, hér skiptir máli að láta verkin tala.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Egyptaland Utanríkismál Tengdar fréttir Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54 Vinna hafin við að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin Vonast er til þess að vinna fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Egyptalandi skili því að palestínskir dvalarleyfishafar sem staddir eru á Gasa komist yfir landamærin. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 13. febrúar 2024 13:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46
Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54
Vinna hafin við að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin Vonast er til þess að vinna fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Egyptalandi skili því að palestínskir dvalarleyfishafar sem staddir eru á Gasa komist yfir landamærin. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 13. febrúar 2024 13:21