Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 10:43 Landsvirkjun sætir nú rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna ákvæðis í samningum við stórnotendur. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira