Grunur um hagræðingu úrslita í æfingarleik hjá Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby Boldklub. Hann spilaði í 75 mínútur í leiknum sem um ræðir. Getty/Lars Ronbog Hagræðing úrslita er því miður vandamál í íþróttakappleikjum í dag og þetta virðist vera farið að teygja sig inn í æfingarleikina líka. Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024 Danski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira
Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024
Danski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira