Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 19:17 Jón Viðar segir að hlustað verði á óskir viðskiptavinanna. Kartöflusalatið verður því áfram á boðstólum á N1. Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. „Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira