„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 12:06 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný. Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný.
Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira