Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 12:15 Isavia sér um flugumferðarstjórn á Íslandi. Vísir/Vilhelm Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember síðastliðinn en birtur í dag. Dómurinn hefur verið hreinsaður af nöfnum og ýmsu öðru en ljóst má telja af atvikalýsingu að um mál flugumferðarstjóranna tveggja sé að ræða, en fréttastofa greindi frá því í júlí árið 2021. Málið sneri að því að tveimur flugumferðarstjóru var sagt upp störfum vegna þess að þeir höfðu verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní árið 2020. Konan var þá tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Héraðssaksóknari felldi málið niður vegna skorts á sönnunargögnum og Ríkissaksóknari staðfesti þá niðurstöðu. Taldi Isavia hafa bakað honum tjón Í dóminum segir að maðurinn hafi stefnt Isavia í júní árið 2022 og krafist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda Isavia á tjóni hans vegna ákvörðunar Isavia um að segja honum upp störfum á þeim grunni, sem gert var með bréfi Isavia í júlí árið 2021. Hann hafi byggt á því fyrir dómi að Isavia hefði brotið með saknæmum og ólögmætum hætti gegn réttindum flugumferðarstjórans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á honum hvíldu. Með því hafi Isavia valdið honum tjóni og bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Hafi gerst sekur um alvarlegt brot Í dóminum segir að Isavia hafi byggt á því að fyrirtækið hefði hvorki staðið að uppsögn mannsins úr starfi á saknæman og ólögmætan hátt né að skilyrði almennu skaðabótareglunnar væru uppfyllt. Uppsögnin hafi verið ákveðin á þeim grundvelli að hann hefði gerst sekur um alvarlegt brot á siðareglum og viðbragðsáætlun hafi verið sett í gang á grundvelli laga og reglugerðar sem giltu um starfsmannamál Isavia. Hafi mátt vera ljóst að samskiptin væru óviðeigandi Í niðurstöðukafla dómsins segir að heimild hafi verið í ráðningarsamningi til að segja manninum upp starfi með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá hafi auk þess verið tekið fram í ráðningarsamningi að alvarleg brot á siðareglum gætu leitt til starfsloka. Manninum, sem var kennari við Isavia ANS, hafi mátt vera ljóst að þau samskipti sem hann átti við nemanda við skólann samrýmdust engan veginn stöðu hans sem kennara nemandans. Eins og málið lægi fyrir yrði talið með hliðsjón af því sem segir um meðferð málsins hjá Isavia í kjölfar þess að maðurinn upplýsti í júnímánuði 2020 um atvik hans með nemandanum að honum hafi verið gerð skýr grein fyrir því að hegðun hans og háttsemi í starfi sem kennari við skólann væri ámælisverð. Honum hafi því áður en til uppsagnar kom verið gerð grein fyrir því að störfum hans, hegðun eða háttsemi væri ábótavant. Þá væri einnig ljóst af skýrslu mannsins fyrir dóminum að honum hafi verið ljós afstaða Isavia til málsins, sem hafi lýst vonbrigðum sínum með hegðun hans gagnvart nemandanum. Klárt brot á siðareglum Að mati dómsins yrði að telja að sú háttsemi mannsins gagnvart nemanda sínum, sem lýst sé í gögnum málsins hafi verið mjög ámælisverð og falið í sér brot á grein siðareglna Isavia, þar sem segi meðal annars að starfsmenn skuli „varast að framkoma okkar varpi rýrð á starf okkar eða fyrirtækið í heild, hvort sem er innan þess eða utan“. Heimilt hafi verið að segja manninum upp starfi vegna brota á siðareglum félagsins, eins og skýrt hafi komið fram í ráðningarsamningi mannsins og einnig í siðareglunum. Því hafi sú ástæða sem tilgreind var í uppsagnarbréfinu um alvarlegt brot gegn siðareglum verið réttmæt. Með vísan til þess og fleiri atriða komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að segja manninum upp störfum og því bæri fyrirtækið enga skaðabótaábyrgð á tjóni hans. Þá var manninum gert að greiða Isavia eina milljón króna í málskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember síðastliðinn en birtur í dag. Dómurinn hefur verið hreinsaður af nöfnum og ýmsu öðru en ljóst má telja af atvikalýsingu að um mál flugumferðarstjóranna tveggja sé að ræða, en fréttastofa greindi frá því í júlí árið 2021. Málið sneri að því að tveimur flugumferðarstjóru var sagt upp störfum vegna þess að þeir höfðu verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní árið 2020. Konan var þá tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Héraðssaksóknari felldi málið niður vegna skorts á sönnunargögnum og Ríkissaksóknari staðfesti þá niðurstöðu. Taldi Isavia hafa bakað honum tjón Í dóminum segir að maðurinn hafi stefnt Isavia í júní árið 2022 og krafist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda Isavia á tjóni hans vegna ákvörðunar Isavia um að segja honum upp störfum á þeim grunni, sem gert var með bréfi Isavia í júlí árið 2021. Hann hafi byggt á því fyrir dómi að Isavia hefði brotið með saknæmum og ólögmætum hætti gegn réttindum flugumferðarstjórans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á honum hvíldu. Með því hafi Isavia valdið honum tjóni og bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Hafi gerst sekur um alvarlegt brot Í dóminum segir að Isavia hafi byggt á því að fyrirtækið hefði hvorki staðið að uppsögn mannsins úr starfi á saknæman og ólögmætan hátt né að skilyrði almennu skaðabótareglunnar væru uppfyllt. Uppsögnin hafi verið ákveðin á þeim grundvelli að hann hefði gerst sekur um alvarlegt brot á siðareglum og viðbragðsáætlun hafi verið sett í gang á grundvelli laga og reglugerðar sem giltu um starfsmannamál Isavia. Hafi mátt vera ljóst að samskiptin væru óviðeigandi Í niðurstöðukafla dómsins segir að heimild hafi verið í ráðningarsamningi til að segja manninum upp starfi með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá hafi auk þess verið tekið fram í ráðningarsamningi að alvarleg brot á siðareglum gætu leitt til starfsloka. Manninum, sem var kennari við Isavia ANS, hafi mátt vera ljóst að þau samskipti sem hann átti við nemanda við skólann samrýmdust engan veginn stöðu hans sem kennara nemandans. Eins og málið lægi fyrir yrði talið með hliðsjón af því sem segir um meðferð málsins hjá Isavia í kjölfar þess að maðurinn upplýsti í júnímánuði 2020 um atvik hans með nemandanum að honum hafi verið gerð skýr grein fyrir því að hegðun hans og háttsemi í starfi sem kennari við skólann væri ámælisverð. Honum hafi því áður en til uppsagnar kom verið gerð grein fyrir því að störfum hans, hegðun eða háttsemi væri ábótavant. Þá væri einnig ljóst af skýrslu mannsins fyrir dóminum að honum hafi verið ljós afstaða Isavia til málsins, sem hafi lýst vonbrigðum sínum með hegðun hans gagnvart nemandanum. Klárt brot á siðareglum Að mati dómsins yrði að telja að sú háttsemi mannsins gagnvart nemanda sínum, sem lýst sé í gögnum málsins hafi verið mjög ámælisverð og falið í sér brot á grein siðareglna Isavia, þar sem segi meðal annars að starfsmenn skuli „varast að framkoma okkar varpi rýrð á starf okkar eða fyrirtækið í heild, hvort sem er innan þess eða utan“. Heimilt hafi verið að segja manninum upp starfi vegna brota á siðareglum félagsins, eins og skýrt hafi komið fram í ráðningarsamningi mannsins og einnig í siðareglunum. Því hafi sú ástæða sem tilgreind var í uppsagnarbréfinu um alvarlegt brot gegn siðareglum verið réttmæt. Með vísan til þess og fleiri atriða komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að segja manninum upp störfum og því bæri fyrirtækið enga skaðabótaábyrgð á tjóni hans. Þá var manninum gert að greiða Isavia eina milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira