Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 15:10 Ásthildur segir bæjaryfirvöld hafa komið af fjöllum þegar þeim barst krafa óbyggðanefndar fyrir helgi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. „Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01