Íbúar í Suðurnesjabæ geti fljótlega byrjað að kynda hús sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:51 Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. Vísir Suðurnesjabær enn án hita en vonast er til íbúar geti kynt hús sín um og eftir hádegi að sögn verkstjóra hjá HS veitum. Hiti sé kominn víðast hvar annars staðar á Suðurnesjum. Sérfræðingar hafa farið í fjölda útkalla vegna ástandsins síðasta sólahringinn. Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira