Bónuskerfi Skattsins afnumið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 19:05 Húsakynni Skattsins í Borgartúni. Vísir Ákveðið hefur verið að afnema svokallað viðbótarlaunakerfi starfsmanna Skattsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“ Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“
Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira