Bónuskerfi Skattsins afnumið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 19:05 Húsakynni Skattsins í Borgartúni. Vísir Ákveðið hefur verið að afnema svokallað viðbótarlaunakerfi starfsmanna Skattsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“ Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“
Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira