Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 18:52 Framkvæmdir við nýtt hraun á Reykjanesskaga. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. „Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07