Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, er undir mikilli pressu eftir 3-0 tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Bayern er fimm stigum á eftir Leverkusen.
Mourinho, sem var rekinn frá Roma í síðasta mánuði, hefur verið orðaður við Bayern og samkvæmt Bild myndi hann stökkva á það tækifæri ef það býðst.
Hinn 61 árs Mourinho hefur ekki enn þjálfað í Þýskalandi en það gæti breyst ef Tuchel tekst ekki að snúa við blaðinu hjá Bayern.
Á ferli sínum hefur Mourinho þjálfað í Portúgal, á Englandi, Ítalíu og Spáni.