Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:31 Taylor Swift kyssir Travis Kelce niðri á vellinum eftir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl. APBrynn Anderson Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik. Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher NFL Ofurskálin Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher
NFL Ofurskálin Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira