Omar Sowe kom Leiknismönnum í forystu áður en Davíð Örn Atlason jafnaði metin fyrir Víkinga. Sowe var svo aftur á ferðinni þegar hann kom Leikni yfir á ný með marki úr víti.
Danijel Dejan Djuric jafnaði hins vegar metin fyrir Víking áður en Helgi Guðjónsson kom liðinu yfir. Leiknismenn gáfust þó ekki upp og Andi Hoti jafnaði metin í uppbótartíma og þar við sat.
Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og liðin eru nú bæði með eitt stig í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins.