Veðbankarnir stórtapa ef Kelce skorar í Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:00 Travis Kelce og Taylor Swift eftir sigur Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Hann skoraði snertimark í leiknum. Getty/Patrick Smith Yfirmenn veðbankanna í Bandaríkjunum verða á nálum þegar boltinn fer nálægt innherjanum Travis Kelce í Super Bowl leiknum í kvöld. Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NFL Ofurskálin Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NFL Ofurskálin Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira