Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 20:01 Ungu hjónin taka aðstæðunum af miklu æðruleysi. Hin tæplega árs gamla Aría var spennt fyrir sumarbústaðaferð en fimm daga gömul systir hennar lét sér fátt um finnast. Vísir/Ívar Fannar Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.” Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.”
Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18