Hjartapóstkassinn kominn upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 09:56 Hjartalaga póstkassa hefur verið komið upp í Kringlunni. Aðsend Það er falleg hefð á Valentínusardaginn að leggja sig fram um að gleðja ástina sína. Síðustu ár hefur Pósturinn aðstoðað Amor við á þessum degi og ekki veitir af þar sem hann er önnum kafinn. Á því verður engin undantekning í ár en verður þó gert með öðru sniði. Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“ Pósturinn Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“
Pósturinn Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira