Þetta kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að öryggisgalli hafi fundist í eldveggjum sambærilegum þeim sem Neyðarlínan notar. Því var ráðist í uppfærslu sem varð svo til þess að sambandsleysi kom á.
„Öryggiskerfi eru í sífelldri endurskoðun og eru uppfærð reglulega. Ekki er vitað hvað leiddi til þessa sambandsrofs en það verður rannsakað svo unnt verði að koma í veg fyrir truflanir sem þessa í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.