Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2024 16:50 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þar segir að um sé að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga, sem kynntar voru 26. janúar síðastliðnum. Ríkisstjórnin hafi unnið málið með samráðshópi allra þingflokka. Það hafi verið kynnt bæjarstjórn Grindavíkur og þá er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi í næstu viku. Fasteignafélagið Þórkatla annast kaupin Þá kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins að til þess að framkvæma aðgerðina muni ríkið stofna og fjármagna sérstakt félag. Félagið mun fá heitið Fasteignafélagið Þórkatla og hafa það hlutverk að kaupa fasteignirnar og bera ábyrgð á rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Félagið mun bera allan umsýslukostnað vegna kaupa á fasteignunum. Gert er ráð fyrir að félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fasteignirnar verði keyptar á verði sem nemur 95 prósent af brunabótamati að frádregnum veðskuldum. Kaupverðið byggir á samsvörun við bótagreiðslur úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ljóst er að mikil óvissa er um framtíð íbúðarhúsnæðisins, til dæmis möguleg förgun. Opið fyrir athugasemdir til mánudags Þá segir í tilkynningu stjórnarráðsins að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að kynna sér efni frumvarpsins í samráðsgátt og koma afstöðu sinni á framfæri. Opið verði fyrir athugasemdir til mánudags. Vegna mikilvægis þess að hraða meðferð málsins er ekki svigrúm til að veita rýmri tíma. Í framhaldinu verður unnið úr athugasemdum og mun fjármála- og efnahagsráðherra leggja frumvarpið fram á Alþingi í næstu viku. Leiðbeiningum komið á upplýsingasíðu Grindvíkinga Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá Alþingi verður leiðbeiningum um hvað Grindvíkingar þurfa að undirbúa fyrir umsóknina sem og umsókn um uppkaup komið fyrir á upplýsingasíðu Grindvíkinga á Ísland.is. Sömuleiðis verður þar að finna algengar spurningar varðandi undirbúning og útfærslur aðgerðarinnar. Er þetta gert til að auðvelda afgreiðslu á stuðningi stjórnvalda til Grindvíkinga. Umsókn um uppkaup verður gefinn rúmur tími og verður opið fyrir þær til 1. júlí 2024. Þeim sem geta ekki nýtt sér stafræna umsókn á Ísland.is eða eru undanþegnir lögheimilisskráningu á þessum tíma er bent á þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þar segir að um sé að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga, sem kynntar voru 26. janúar síðastliðnum. Ríkisstjórnin hafi unnið málið með samráðshópi allra þingflokka. Það hafi verið kynnt bæjarstjórn Grindavíkur og þá er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi í næstu viku. Fasteignafélagið Þórkatla annast kaupin Þá kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins að til þess að framkvæma aðgerðina muni ríkið stofna og fjármagna sérstakt félag. Félagið mun fá heitið Fasteignafélagið Þórkatla og hafa það hlutverk að kaupa fasteignirnar og bera ábyrgð á rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Félagið mun bera allan umsýslukostnað vegna kaupa á fasteignunum. Gert er ráð fyrir að félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fasteignirnar verði keyptar á verði sem nemur 95 prósent af brunabótamati að frádregnum veðskuldum. Kaupverðið byggir á samsvörun við bótagreiðslur úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ljóst er að mikil óvissa er um framtíð íbúðarhúsnæðisins, til dæmis möguleg förgun. Opið fyrir athugasemdir til mánudags Þá segir í tilkynningu stjórnarráðsins að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að kynna sér efni frumvarpsins í samráðsgátt og koma afstöðu sinni á framfæri. Opið verði fyrir athugasemdir til mánudags. Vegna mikilvægis þess að hraða meðferð málsins er ekki svigrúm til að veita rýmri tíma. Í framhaldinu verður unnið úr athugasemdum og mun fjármála- og efnahagsráðherra leggja frumvarpið fram á Alþingi í næstu viku. Leiðbeiningum komið á upplýsingasíðu Grindvíkinga Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá Alþingi verður leiðbeiningum um hvað Grindvíkingar þurfa að undirbúa fyrir umsóknina sem og umsókn um uppkaup komið fyrir á upplýsingasíðu Grindvíkinga á Ísland.is. Sömuleiðis verður þar að finna algengar spurningar varðandi undirbúning og útfærslur aðgerðarinnar. Er þetta gert til að auðvelda afgreiðslu á stuðningi stjórnvalda til Grindvíkinga. Umsókn um uppkaup verður gefinn rúmur tími og verður opið fyrir þær til 1. júlí 2024. Þeim sem geta ekki nýtt sér stafræna umsókn á Ísland.is eða eru undanþegnir lögheimilisskráningu á þessum tíma er bent á þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira