Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 12:11 Fjölmargir mættu í Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ í gær til að fjárfesta í hitablásurum og ofnum. Vísir/SigurjónÓ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld. Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10