Dauðahald valds Viðar Hreinsson skrifar 9. febrúar 2024 12:01 Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun