Við eldri þvælumst ekki fyrir Jón Ragnar Björnsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun