Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 18:21 Kristinn Harðarson segist bjartsýnn á að vinnan muni ganga hratt fyrir sig. Vísir/Einar Árni Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira