Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 08:01 Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson kepptu í því hvor þeirra veit meira um Super Bowl. Vísir Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Sjá meira
Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Sjá meira