HS veitur hafa fyllt á tanka í Fitjum í Reykjanesbæ en svo það vatn dugi til lengri tíma hafa íbúar verið beðnir um að lækka á ofnum og spara notkun vatns eins og hægt er.
Almannavarnir segja að með miklum sparnaði geti vatnið í tönkunum dugað í allt að tólf klukkustundir. Hins vegar er þegar orðið heitavatnslaust í efri byggð Keflavíkur, í Sandgerði og í Garði.
Kristján Már Unnarsson var í beinni í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar að miklir bólstrar mynduðust vegna þess að hraunið hafði náð heitavatnslögninni.
Verið er að vinna að því að leggja nýja línu í jörðu á svæðinu og á að vera hægt að nota hana. Sú vinna mun þó taka að minnsta kosti einhverja daga.
Sjá einnig: Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað
Fólk er einnig beðið um að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og það getur.
Ábendingar um hvað hægt er að gera til að draga úr vatnsnotkun og grípa til má finna hér á vef HS Veitna.