Rapyd og Ríkiskaup Björn B Björnsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Rekstur hins opinbera Björn B. Björnsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun