„Þetta er upplifun lífsins!“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:37 Ferðamenn sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins segja starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. Vísir Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi eldgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11