„Þetta er upplifun lífsins!“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:37 Ferðamenn sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins segja starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. Vísir Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi eldgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11