Áður hefur verið greint frá meintri óánægju Benzema hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Nuno Esposito Santo var rekinn frá félaginu í nóvember eftir ósátti við Benzema sem gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar.
Marcelo Gallardo var ráðinn í hans stað og hafa hlutirnir ekkert mikið breyst til batnaðar.
Á æfingu í gær sagði Gallardo við Benzema að hann ætti að æfa einn eftir að hann hafði lent í útistöðum við félaga sína. Benzema var allt annað en sáttur með þá skipun og rauk í burtu af æfingunni. Hann var síðan ekki í hóp Al-Ittihad gegn Al-Tai í kvöld.
Í janúar var Benzema orðaður við endurkomu til Evrópu sem ekkert varð þó úr.