Heitar tökur í Lokasókninni: „Taylor Swift er Yoko Ono“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 16:31 Taylor Swift fagnar eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. AP/Julio Cortez Lokasóknin er þáttur þar sem menn þora að hafa skoðanir og þá kemur alltaf að skuldadögum eins og sást vel í skemmtilegri syrpu í síðasta þætti. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira