„Skemmtilegasta Íslandsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 12:31 Baldvin Þór Magnússon var nýlentur á Íslandi eftir ferðalag frá Afríku en hljóp frábærlega á Reykjavíkurleikunum. FRÍ Baldvin Þór Magnússon sló 44 ára gamalt Íslandsmet um helgina. Hann dvaldi á dögunum í mánuð í Kenýa og stundaði þar svokallaðar háfjallaloftsæfingar. Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira