Pössuðu ekki nógu vel upp á farangurinn og þurfa að greiða bætur Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2024 07:54 Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins. Getty Ónefnt hótel á Íslandi þarf að greiða hjónum sem greiddu þar fyrir gistingu um 170 þúsund krónur í bætur eftir að farangri hjónanna var stolið af hótelinu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hafi bókað gistingu á hótelinu í eina nótt í ágúst 2022. Á brottfarardeginum hafi hjónin óskað eftir því að fá að geyma farangurinn í afgreiðslu hótelsins á meðan þau skoðuðu sig um í Reykjavík. Starfsmaður hótelsins féllst á það en þegar þegar hjónin komu til baka var farangurinn horfinn og fengu hjónin þær upplýsingar að þar sem engin læst farangursgeymsla væri á hótelinu hafi farangurinn verið geymdur á gangi, á bak við afgreiðsluna og án nokkurs eftirlits. Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins sem fullyrti þó að hjónin myndu fá farangurinn bættan eftir að hjónin hefðu gefið skýrslu hjá lögreglu. Svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hefði fylgt leiðbeiningum starfsmannsins og gefið skýrslu hjá lögreglu en hótelið hefði hins vegar hvorki bætt þeim tjónið sé svarað ítrekuðum tölvupóstum. Eiginkonan leitaði þá til kærunefndarinnar og fór fram á skaðabætur að fjárhæð 1.206 evrur, sem samsvarar um 170 þúsund krónur, vegna hins stolna farangurs. Lögðu hjónin meðal annars fram kvittanir vegna fatnaðs sem hafi verið keyptur hérlendis og verið í töskunni. Vanræktu tillitsskyldu Nefndin telur sem svo að þar sem munnlegt samkomulag hafi verið gert um geymslu farangursins og að farangurinn hafi svo verið geymdur án eftirlits, auk þess að hjónin hafi ekki verið upplýst um þann geymslumáta, þá hafi hótelið vanrækt tillitsskyldu með saknæmum hætti og skapað sér skaðabótaskyldu. Forsvarsmenn hótelsins sendu hvorki fram andsvör í málinu né reyndu að hnekkja kröfufjárhæðinni og féllst nefndin því á að hótelinu bætri að greiða bæri hjónunum 1.206 evrur í skaðabætur. Neytendur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hafi bókað gistingu á hótelinu í eina nótt í ágúst 2022. Á brottfarardeginum hafi hjónin óskað eftir því að fá að geyma farangurinn í afgreiðslu hótelsins á meðan þau skoðuðu sig um í Reykjavík. Starfsmaður hótelsins féllst á það en þegar þegar hjónin komu til baka var farangurinn horfinn og fengu hjónin þær upplýsingar að þar sem engin læst farangursgeymsla væri á hótelinu hafi farangurinn verið geymdur á gangi, á bak við afgreiðsluna og án nokkurs eftirlits. Hjónin þurftu að ná flugi til Frakklands og höfðu því ekki tíma til að leysa málið að fullu með starfsmanni hótelsins sem fullyrti þó að hjónin myndu fá farangurinn bættan eftir að hjónin hefðu gefið skýrslu hjá lögreglu. Svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum Í úrskurðinum kemur fram að hjónin hefði fylgt leiðbeiningum starfsmannsins og gefið skýrslu hjá lögreglu en hótelið hefði hins vegar hvorki bætt þeim tjónið sé svarað ítrekuðum tölvupóstum. Eiginkonan leitaði þá til kærunefndarinnar og fór fram á skaðabætur að fjárhæð 1.206 evrur, sem samsvarar um 170 þúsund krónur, vegna hins stolna farangurs. Lögðu hjónin meðal annars fram kvittanir vegna fatnaðs sem hafi verið keyptur hérlendis og verið í töskunni. Vanræktu tillitsskyldu Nefndin telur sem svo að þar sem munnlegt samkomulag hafi verið gert um geymslu farangursins og að farangurinn hafi svo verið geymdur án eftirlits, auk þess að hjónin hafi ekki verið upplýst um þann geymslumáta, þá hafi hótelið vanrækt tillitsskyldu með saknæmum hætti og skapað sér skaðabótaskyldu. Forsvarsmenn hótelsins sendu hvorki fram andsvör í málinu né reyndu að hnekkja kröfufjárhæðinni og féllst nefndin því á að hótelinu bætri að greiða bæri hjónunum 1.206 evrur í skaðabætur.
Neytendur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira