Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 18:31 Martínez fór beint inn í klefa eftir að vera takinn af velli vegna meiðsla gegn West Ham. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira